Bólsturstofan - Bólstrun Elínborgar

Alhliða bólstrun.

Útsaumur

Það sem hafa ber í huga við uppfyllingu á útsaum.

Passið að kaupa garn í réttum grófleika miðað við strammann. Gott að fá smá spotta til að prófa. Saumið alltaf í sömu átt, það geta komið hlykkir og/eða áferðarmunur í uppfyllinguna ef strammanum er snúið. Saumið alltaf alla leið út á brún. Það geta komið rendur þar sem uppfylling mætir uppfyllingu á einlitum fleti. Og síðast en ekki síst, fáið upplýsingar um hvað þarf að fylla mikið upp áður en hafist er handa. Það er vont að þurfa að bæta við eftirá og alger óþarfi að fylla of mikið upp. Hjá Bólstrun Elínborgar er veitt ráðgjöf varðandi stærð á uppfyllingu með tilliti til hvaða stærð af stól útsaumurinn á að fara á.
Myndir af útsaumsstólum > http://bolstrari.123.is/album/default.aspx?aid=168255&vt=allElínborg S. Jónsdóttir bólstrari

Nafn:

Bólsturstofan

Farsími:

864 4165

Heimilisfang:

Skeiðarás 12 Garðabæ, neðri hæð.

Um:

Elínborg hefur starfað sem bólstrari frá 1981.