Bólsturstofan - Bólstrun Elínborgar

Alhliða bólstrun.

Púðinn Lúlli

Púðinn Lúlli hefur verið í þróun hjá mér í nokkur ár. Þessi  púði hefur fengið góðar viðtökur þar sem hann hefur verið kynntur.

Upphaflega hugmyndin.

Ég hannaði púðann Lúlla síðla vetrar árið 2005. Á heimilinu voru þá tveir unglingar og einn 11 ára strákur. Eins og víða er, þá eru þau með sjónvörp inni í herbergi hjá sér og oft er legið uppi í rúmi og horft á sjónvarp eða verið í tölvuleikjum. Ég var mikið búin að fylgjast með þeim vera að reyna að koma sér þægilega fyrir því ekki vill maður vera alveg flatur við þessa iðju. Þau voru að brjóta saman koddana sína eða taka sængina og setja hana fyrir aftan sig eða taka stóru púðana mína úr stofunni eða hreinlega liggja í óþægilegri stellingu með hausinn í veggnum. Ég ákvað að reyna að búa til eitthvað sem væri þægilegra fyrir þau og eftir nokkra umhugsun varð Lúlli til.
 

 

Reynslan hefur sýnt að Lúlli er til margra hluta nytsamlegur eins og sést á upptalningunni hér að neðan. Púðinn hefur nú verið í notkun hér á heimilinu í nokkur ár og hefur fólk á öllum aldri sýnt honum áhuga. Þar sem ég veit að þessi púði gagnast mörgum þá ákvað ég að hefja framleiðslu á Lúlla. 
 
 

Púðinn er saumaður úr sterku áklæði sem þolir mikið hnjask. Hann er saumaður úr 2 sívalingum sem eru festir saman. Fyllingin er í 2 samskonar sívalingum sem er stungið inn í ytra verið. Púðinn er fylltur með frauðkúlum sem laga sig að líkamanum og því er hægt að nota hann á marga vegu. Hægt er að taka ytra verið af og þvo það eða setja í þurrhreinsun eftir því hvaða áklæði er notað. Púðinn hentar öllum aldurshópum og er aðallega hugsaður til notkunar við höfðagafl í rúmi en eins og áður hefur komið fram þá sýnir reynslan að hann nýtist á margan.

 

Púðinn hentar öllum aldurshópum og er aðallega hugsaður til notkunar við höfðagafl í rúmi en reynslan sýnir að hann nýtist á margan hátt t.d. se

m ýmis konar stuðning hjá barnshafandi konum.Til að hafa á milli hnjána eða til að hafa fætur uppá ef það er bjúgur eða þreyta í fótum.  Einnig hefur púðinn reynst vel sem stuðningur við bak við brjóstagjafir og þá sérstaklega næturgjafir með ungabörn og einnig ef það þarf að halda á ungabörnum við öxl þegar þau eru veik eða með magakveisur. Púðinn nýtist líka til að láta ung börn liggja á.

  

Púðinn hefur verið notaður sem lítill sófi fyrir 2 til 5 ára. Nokkrir leikskólar hafa notað púðana bæði til þæginda og til leiks. Ég veit til þess að hann hefur verið notaður sem "hestur" og þar sem nokkrir púðar eru til þá er hægt að raða þeim í hring upp á endann og breiða teppi yfir og þá er komið hús.

 

Ég veit til þess að fólk sem á erfitt vegna lungnabólgu eða astma hefur notað púðann til að sofa við, þar sem léttara reynist um andardrátt ef hátt er undir höfði.

Hundurinn minn á meira að segja einn púða sem hann sefur á J

Púðinn er saumaður úr sterku áklæði sem þolir mikið hnjask. Hann er saumaður úr t sívalingum sem eru festir saman. Fyllingin er í 2 samskonar sívalingum sem er stungið inn í ytra verið. Púðinn er fylltur með frauðkúlum sem laga sig að líkamanum og því er hægt að nota hann á marga vegu. Hægt er að taka ytra verið af og þvo það eða setja í þurrhreinsun eftir því hvaða áklæði er notað. Púðinn hentar öllum aldurshópum og er aðallega hugsaður til notkunar við höfðagafl í rúmi en eins og áður hefur komið fram þá sýnir reynslan að hann nýtist á margan.

Púðinn er framleiddur í 2 stærðum, 70 og 90 sm. lengd. Þessar stærðir finnst mér hafa komið best út. Tveir geta auðveldlega legið á 90 sm. langa púðanum en 70 cm púðinn er nettari og mjög góður fyrir einn.

Ekkert mælir hins vegar á móti því að framleiða púðann í fleiri stærðum eftir því sem hverjum og einum hentar.

 

 

 

 

 

.

Elínborg S. Jónsdóttir bólstrari

Nafn:

Bólsturstofan

Farsími:

864 4165

Heimilisfang:

Skeiðarás 12 Garðabæ, neðri hæð.

Um:

Elínborg hefur starfað sem bólstrari frá 1981.