Bólsturstofan - Bólstrun Elínborgar

Alhliða bólstrun.

Fróðleikur

Meðferð á leðri.

Það sem á við um öll leðurhúsgögn er að staðsetja þau ekki nálægt ofni og hlífa þeim við beinu sólarljósi. Verndið leðurhúsgögn gegn ryki og öðrum óhreinindum, ryksugið reglulega og hreinsið með mjúkum klút eða svampi. Sérstaklega þarf að hreinsa staði eins og arma og höfuðpúða þar sem handfita og hárfita smitast í leðrið, þetta eru oft fyrstu staðirnir sem gefa sig. Notið aldrei sterk hreinsiefni á leður. Það eru til margar tegundir af leðri. Sumt leður er opið, þ.e. ekki mikil yfirborðsmeðhöndlun á meðan annað leður er hreinlega stíflakkað og svo allt þar á milli. Það segir sig sjálft að hver leðurgerð þarf sína meðhöndlun. Best er að fá góðar upplýsingar hjá söluaðila um hverskonar leður þú ert að kaupa og leiðbeiningar um meðferð í samræmi við það.

Meðferð á áklæði.

Forðist mikið sólarljós ef hægt er. Ryksugið eða burstið laus óhreinindi áður en þau festast í áklæðinu og hreinsið óhreinindi eins fljótt og auðið er.  Notið rakan rakadrægan svamp  eða klút. Nuggið aldrei heldur reynið að draga óhreinindin út með því að "dumpa" eða þrýsta klútnum/svampinum á blettinn. Byrjið yst og færið ykkur svo innar. Prófið fyrst að nota hreint vatn en ef það dugar ekki þá er ráð að prófa þau hreinsiefni sem ætluð eru til þess að hreinsa áklæði. Þó er samt ráð að prófa fyrst undir eða á bakvið þar sem ekki sést til að sjá hvernig áklæðið bregst við hreinsiefninu.

Hér eiga eftir að koma fleiri upplýsingar.

Elínborg S. Jónsdóttir bólstrari

Nafn:

Bólsturstofan

Farsími:

864 4165

Heimilisfang:

Skeiðarás 12 Garðabæ, neðri hæð.

Um:

Elínborg hefur starfað sem bólstrari frá 1981.